Tilkynningar og fyrirspurnir

Hver sá sem vill bera fram fyrirspurn eða tilkynna um brot sem viðkomandi telur sig verða fyrir af hálfu samstarfsmanna eða yfirmanna innan lögreglunnar hefur samband við ritara fagráðsins (Finnborg) í síma 8672369 skriflega með tölvupósti á netfangið fagrad@fagradlogreglu.is.

Að ósk lögregluembættis eða annarra hlutaðeigandi aðila, tekur fagráðið til umfjöllunar tilkynningar um mál innan lögreglunnar.

Fagráð tekur ekki til meðferðar tilkynningar sem berast ráðinu síðar en þremur mánuðum eftir að tilkynnandi lét af störfum hjá lögreglunni. Þá tekur fagráð ekki til meðferðar tilkynningar sem beinast að einstaklingum sem hættir eru störfum hjá lögreglunni. Þó skal heimilt að víkja frá skilyrðum þessarar málsgreinar ef viðkomandi hefur sótt um starf hjá lögreglunni eða verið kallaður til afleysingastarfa.