Um fagráðið

Fagráð ríkislögreglustjóra tók til starfa 19. júní 2014 og starfar á grundvelli verklagsreglna ríkislögreglustjóra um fagráð ríkislögreglustjóra sem tekur til umfjöllunar mál er varða beina og óbeina mismunun, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti innan lögreglunnar nr. VLR0019/2017.

Jafnréttisnefnd ríkislögreglustjóra starfrækir fagráð ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri skipar fagráð að fengnum tilnefningum frá jafnréttisnefnd. Fagráð skal skipað til tveggja ára í senn. Fagráð skal skipað fimm einstaklingum, tveimur löglærðum fulltrúum, annan þeirra skal skipa sem formann ráðsins, tveimur fulltrúum með fagþekkingu og reynslu af meðferð mála af þessu tagi og einum fulltrúa með fagþekkingu á jafnréttismálum, tilnefndan af Jafnréttisstofu. Fagráðið skal velja einn fulltrúa þess sem ritara. Ritari fagráðsins skal halda málaskrá. Fagráðið er starfhæft og ályktunarbært þegar þrír ráðsmenn þess, a.m.k. einn lögfræðingur og einn fagaðili sitja fund.

Við tilnefningar í fagráðið skal gætt að ákvæðum 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.